Um okkur
exa nordic er ráðgjafafyrirtæki í mannvirkjahönnun sem var stofnað út frá þeirri hugsjón að efla samstarf verkfræðinga og arkitekta. Með það að leiðarljósi bjóðum við upp á burðarvirkjahönnun og verkefnastjórnun þar sem rík áhersla er lögð á upplifun notenda, notagildi, sjálfbærni og hagkvæmni í framkvæmd og rekstri.
Í nánu samstarfi við arkitekta leitumst við eftir að virkja sérfræðiþekkingu verkfræðinga í listrænni sköpun og mótun verkefna frá fyrstu stigum. Með þeim hætti má stuðla að mannvirkjahönnun þar sem falleg byggingarlist upphefur umhverfi sitt í sátt við náttúru og á sama tíma byggir á traustum verkfræðilegum grunni.
Við viljum bjóða viðskiptavinum upp á úrvalsþjónustu sem byggir á faglegri verkefnastjórnun og traustum samskiptum. Við höfum í öndvegi að hlusta náið á þarfir viðskiptavina þannig að markvisst megi vinna að hönnun sem samræmist væntingum og kostnaðarviðmiðum.
Með sterku samstarfi við aðra fagaðila á markaðnum getum við boðið upp á heildarlausnir við hönnun mannvirkja. Eins erum við sveigjanleg og eigum auðvelt með að aðlaga okkur að nýjum verkefnum og áskorunum og getum útvíkkað þjónustuframboð okkar samstarfsaðila.
Teymið:
Arinbjörn Friðriksson
Arinbjörn er verkfræðingur og löggiltur hönnuður með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Arinbjörn hefur um 40 ára starfsreynslu sem verkfræðingur. Störf hans eru einkum á sviði burðarþols, byggingareðlisfræði og verkefnisstjórnunar á hönnunarverkum. Má þar nefna stór verkefni á sviði brúa og húsbygginga. Verksviðið spannar allt sem tengist þessum málaflokkum, s.s. forhönnun og aðra hugmyndavinnu, kostnaðaráætlanir, hönnun, gerð útboðsgagna, eftirlit, verkefnisstjórnun og verkkauparáðgjöf.
- af@exanordic.com
- +354 611 3930
Arnar Björn Björnsson (Framkvæmdastjóri)
Arnar Björn er verkfræðingur og löggiltur hönnuður með doktorspróf í byggingarverkfræði frá California Institute of Technology (Caltech). Arnar Björn hefur um 10 ára reynslu í hönnun burðarvirkja og verkefnastjórnun í mannvirkjagerð ásamt því að hafa sinnt kennslustörfum við verkfræðideildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Chalmers í Svíþjóð. Arnar hefur góða þekkingu á flestum sviðum burðarvirkjahönnunar og sérstaklega á sviði jarðskjálftahönnunar, titrings í mannvirkjum og hönnun stálvirkja.
- abb@exanordic.com
- +354 616 8300
Arnar Kári Hallgrímsson
Arnar Kári er verkfræðingur og löggiltur hönnuður með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU). Arnar Kári hefur rúmlega 10 ára starfsreynslu sem burðarþols-hönnuður og verkefnastjóri í verkefnum á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi. Meðal helstu verkefna sem Arnar Kári hefur sinnt er hönnun frá frumdrögum að verklokum, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlanna, verkefnaöflun og stýring verkefna.
- akh@exanordic.com
- +354 616 8301
Auður Pálmadóttir
Auður er faglærður tækniteiknari með burtfararpróf frá Byggingatækniskólanum í Reykjavík. Auður er metnaðarfull og fljót að tileinka sér nýja þekkingu og beita henni á skilvirkan hátt. Hún er jafnframt listræn og skapandi og hefur til að mynda tekið
fjölbreitt námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur gegnum tíðina. Samhliða sínum störfum mun hún haustið 2023 hefja Diplómanám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð við Háskólann í Reykjavík.
- ap@exanordic.com
- +354 618 3713
Ásdís Sif Ásgeirsdóttir
Ásdís er faglærður tækniteiknari með burtfararpróf frá Byggingatækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið Diplómanámi í upplýsingatækni í mannvirkjagerð frá Háskólanum í Reykjavík. Ásdís er metnaðarfull og fljót að tileinka sér nýja þekkingu og beita henni á skilvirkan hátt.
- asa@exanordic.com
- +354 699 4453
Áslaug Erlingsdóttir
Áslaug útskrifaðist með B.Sc. próf í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2022. Áhugasvið og áherslur í námi hafa verið á sviði burðarþols og sjálfbærni í mannvirkjagerð. Áslaug er metnaðarfull og fljót að tileinka sér nýja þekkingu og beita henni á skilvirkan hátt.
- ae@exanordic.com
- +354 694 6638
Birgir Indriðason
Birgir er verkfræðingur með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU) og hefur rúmlega 10 ára starfsreynslu í verkefnum á Íslandi og í Noregi. Sérsvið Birgis er hönnun og greining burðarvirkja í bæði stórum og litlum verkefnum, þar sem hann vinnur náið með arkitektum í mótun mannvirkja alveg frá fyrstu skissum að lokaafurð.
- bi@exanordic.com
- +354 847 3939
Bragi Þorvaldsson
Bragi útskrifaðist með B.Sc. próf í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2024. Í námi sínu og starfi hefur hann sýnt fram á mikinn metnað og færni í að tileinka sér nýja þekkingu og öðlast skilning á flóknum viðfangsefnum.
- bth@exanordic.com
- +354 849 5874
Hávar Þorbjörnsson
Hávar er nemi við Umhverfis- og Byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands (áætluð námslok í desember 2024). Í námi sínu hefur hann sýnt fram á mikinn metnað og færni í að tileinka sér nýja þekkingu og öðlast skilning á flóknum viðfangsefnum. Hann hefur einnig byggingareynslu sem nýtist honum vel við úrlausn verkefna.
- hth@exanordic.com
- +354 699 3443
Hildur Ingibjörg Sölvadóttir
Hildur er faglærður tækniteiknari með próf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hildur hefur yfir 40 ára reynslu af tækniteiknun og hefur á sinni starfsævi verið leiðandi í sínu fagsviði við að taka upp nýja tækni og aðferðir. Verkefni sem hún hefur unnið spanna flestar gerðir mannvirkja og allt frá smærri verkefnum til umfangsmeiri framkvæmda á Íslandi. Hildur hefur sinnt tækniteiknum á burðarvirkjum, lögnum- og loftræstikerfum, og rafmagnslögnum, ásamt því að sinna hlutverki BIM-stjóra.
- his@exanordic.com
- +354 854 5049
Sigurður Egilsson
Sigurður er verkfræðingur með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Delft University of Technology (TU Delft). Sérhæfing hans er hönnun burðarvirkja úr stáli, timbri og trefjaefnum auk titrings í mannvirkjum. Auk praktískrar reynslu við hönnun burðarvirkja hefur Sigurður einnig sinnt rannsóknarstörfum við TU Delft í framhaldi af útskrift.
- se@exanordic.com
- +354 659 7148